Handleiðslusetur

Örugg höfn fyrir fagfólk

Tilgangur og markmið

Við hjá Handleiðslusetri höfum þá sýn að fagleg handleiðsla sé mikilvæg heilbrigðu vinnuumhverfi. Í slíku umhverfi er sterk vinnustaðamenning starfsfólki, stofnunum og fyrirtækjum mikilvæg. Vinnustaðamenning er lifandi og mótast töluvert af aðferðum og hæfni stjórnenda ásamt vellíðan starfsfólks. Því þarf að hlúa vel að samskiptum milli einstaklinga, teyma og hópa. Rýna þarf í siðareglur, verklagsreglur, starfslýsingar og aðra styðjandi ramma við gerð áhættumats og stefnu varðandi sálfélagslegt öryggi á vinnustað þó mikilvægast sé að líta til mannauðsins. Þar er fagleg handleiðsla vandað og gott tæki.

Fagleg handleiðsla er gæðastimpill sem veitir fjölbreyttan ávinning fyrir fagfólk, stofnanir og fyrirtæki, samfélagið í heild og þjónustuþega.

Ávinningurinn felur meðal annars í sér: Aukið öryggi og meiri gæði þjónustunnar.

Vellíðan starfsmannsins
Sterka vinnustaðamenningu
Aukið öryggi
Bætt gæði þjónustu
Betri afköst
Meiri starfsánægju
Aukna samvinnu
Hollustu við vinnustaðinn
Minni starfsmannaveltu
Færri veikindafjarvistir
Forvarnir og viðbrögð gagnvart kulnunareinkennum
🎯

Meginmarkmið okkar

Við viljum styðja við vellíðan og velgengni sem flestra, stjórnenda, starfsfólks, einstaklinga og fjölskyldna. Það getum við gert með því til dæmis að styðja við fagfólk með því að veita örugga höfn í ólgusjó lífsins þar sem fagfólk getur hafið fjársjóðsleit í eigin þekkingu og reynslu með fræði og innsæi sem verkfæri. Við þær aðstæður dafnar ljós fagmannsins og sjálfsþekking einstaklingsins eykst.

👁️

Heildarsýn okkar

Við viljum leggja okkar af mörkum til betri heims. Þar sem hvert og eitt samfélag byggist upp, hvort sem er um að ræða stór samfélög eins og þjóðfélag eða lítil samfélög eins og parasamband og allt þar á milli. Einn liðurinn er að skjólstæðingar, sjúklingar, nemendur eða aðrir þjónustuþegar fái sem bestu þjónustu. Til þess að veita örugga og góða þjónustu þarf fagaðilaog annað starfsfólk sem bæði blómstrar og hlúir vel að sér. Manneskjan vex og dafnar best í öryggi og því er mikilvægt að styrkja stjórnendur, efla vinnustaðamenningu og skapa gott vinnuumhverfi. Allt vinnur þetta saman að því að einstaklingar innan samfélagsins búa við meiri starfsánægju og almenna vellíðan. Þetta helst í hendur við bætt heilbrigði og góð samskipti.

Af hverju Handleiðslusetur?

Faglegir handleiðarar með margra ára sérhæfða reynslu.

Faglegir handleiðarar með menntun og þjálfun sem slíkir.

Sérhæfing og gagnreynd þekkingm

Gagnreyndar aðferðir studdar af rannsóknum

Trúnaður og öryggi

Trúnaður er okkur mikilvægur, að skapa traust með fyrirsjáanleika og heiðarleika.

Miðað að handleiðsluþegum

Sérsniðin handleiðslulíkön fyrir þarfir handleiðsluþega.

Sérsniðin þjónusta

Horft til sértækrar reynslu, lærdóms- og þroskaferli hvers og eins.

Samvinna

Mikilvægi marka og samsköpunar.

Gildi okkar

Alúð

Við nálgumst folk af virðingu, hlýju, skilningi og samkennd.

Fagmennska

Við sækjum okkur faglega handleiðslu til að þróast áfram í starfi og standa vörð um okkar fagvitund. Við virðum siðareglur Handís og þess fagfélags sem við tilheyrum að auki.

Framþróun og vöxtur

Við leitum nýrrar þekkingar rannsóknum og reynslu og við störfum eftir gagnreyndum aðferðum. Höfum ávallt í huga að engin sér hnakkan á sjálfri sér og að samsköpun er dýrmæt.adsfsad sadf asdf

Öryggi

Trúnaður er okkur mikilvægur, að skapa traust með fyrirsjáanleika og heiðarleika.

Viltu kynna þér málin frekar?

Taktu fyrstu skrefin.