Alúð í lífi og starfi
Örugg höfn fagaðila
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu sem styður við faglegan og persónulegan vöxt
Einstaklings- og hóphandleiðsla sem miðar að því að efla fagvitund, sjálfsþekkingu og starfsánægju.
Handleiðsla fyrir þau sem starfa sem handleiðarar. Bæði einstaklings handleiðsla og hóphandleiðsla.
Sérhæfð handleiðsla fyrir stjórnendur til að efla leiðtogahæfni og stjórnunarhætti.
Faglegur stuðningur við starfsfólk í krefjandi aðstæðum og við lausn ágreiningsmála.
Fræðandi og hvetjandi fyrirlestrar um fagleg málefni, vellíðan og persónulegan vöxt.
Sérhæfð námskeið sem byggja á gagnreyndri þekkingu og langri starfsreynslu.
Við leggjum áherslu á faglega og persónulega nálgun í allri okkar þjónustu
Við notum handleiðslulíkön, aðferðir og nálganir sem eru byggðar á rannsóknum og faglegri reynslu.
Það er okkar hugsjón að mæta þörfum og markmiðum einstaklinga, teyma og hópa og finna leiðina saman í gegnum lærdóms og þroskaferli hvers og eins.
Við vinnum saman sem teymi þar sem við sameinum reynslu okkar og þekkingu til að veita handleiðsluþegum og skjólstæðingum okkar alhliða þjónustu og stuðning.
Táknið okkar endurspeglar m.a. leiðarljós fagmannsins, örugga höfn og stuðning.
Mynd eftir Bjarna Þór